Hvað þú heyrir um kynlíf annarra gæti haft áhrif á þitt kynlíf

Ertu ánægð með kynlífið? Nýleg rannsókn segir okkur að svar þitt getur verið mjög undir því komið hvað þú hefur frétt af kynlífi allra hinna.

Þessi rannsókn var gerð við háskólann í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. Þar kom fram að af  15,386 manns sem tóku þátt í könnuninni á árunum  1993 til 2006 töldu 33%  sem stunduðu kynlíf einu sinni í viku að þeir væru u.þ.b. helmingi líklegri til að vera ánægðir en hinir sem höfðu ekki stundað kynlíf í heilt ár.  Þeir sem stunduðu kynlíf tvisvar eða þrisvar á viku virtust enn ánægðari.

Tim Wadsworth sem stjórnaði rannsókninni sagði að auðvitað yki það vellíðan fólks að stunda kynlíf en það væri meira í þessu. Við erum nefnilega ánægð með að halda að við stundum kynlíf oftar en margir eða flestir aðrir.

Þessi rannsókn er ágætis áminning um það að við ættum ekkert að vera að bera okkur saman við aðra. Við vitum svo sem lítið um kynlífsvenjur annars fólks. Kannanir rétta oft af ranghugmyndir um hvað gerist í svefnherbergjum annarra. Í könnun sem gerð var 2011 var þeirri kenningu hnekkt að konur misstu áhugann á kynlífi þegar þær giftu sig. Sú könnun leiddi í ljós að heilbrigt kynlíf skiptir u.þ.b. 75% allra giftra kvenna miklu máli. Og svo er rannsóknum fyrir að þakka að við höfum upplýsingar um hvað hjón stunda oft kynlíf.  Samkvæmt könnun frá 2005 stunda venjuleg hjón kynlíf 66 sinnum á ári – þ.e. liðlega einu sinni á viku.  Í blaðinu  Tribune  í Chicago stóð 2010 að hjón á aldrinum 18-29 væru hvað hressust, stunduðu kynlíf að meðaltali 109 sinnum á ári en hjón á sjötugsaldri aftur á móti aðeins 32 á ári.

Ef þú ert að bera þig saman við aðra ertu bara að skoða tölur. Þær segja þér ekkert um allt annað sem skiptir máli. Allur samaburður  getur valdið óhamingju og er því varhugaverður.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here