Mér blöskrar hvað matarkarfan er orðin dýr eins og örugglega mörgum Íslendingum. Það getur ekki talist eðlilegt að fara útúr „lágvöruverslun“ með hálfan poka af matvörum og þurfa að borga rúmar 4000 krónur fyrir það.
Launafrysting er eitthvað sem margir kannast við og á meðan við þurfum að sætta okkur við það, hækkar allt annað í þjóðfélaginu.
Ég er farin að rýna í strimilinn og verðin í hillunum í búðunum og farin að velta fyrir mér hvaða pasta er hagstæðast miðað við þyngd og svo framvegis. Ég tók eftir því nú á dögunum að það er gífurlegur munur á milli þess að kaupa gos frá Vífilfelli og svo frá Egils. Ég hef alltaf verið miklu meira fyrir Kók (Vífilfell) en Pepsi (Egils) en svo hinsvegar finnst mér Appelsín (Egils) miklu betra en Fanta (Vífilfell).
Nú þegar ég sá verðmunin þá ætla ég mér heldur betur að fara að endurskoða hvaða gosdrykki ég set ofan í mig. Manni munar nú um minna.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.