Borðar þú afganga? Ég geri það þegar svo slær við. Mér finnst mjög gaman að gera eitthvað úr afgöngum.
Þetta er kjúklinga fajitas. Ég átti afgang af hrísgrjónum, kjúklingi og grænmeti og hugsaði með mér að ég ætti að prófa að setja saman pottrétt.
Þetta reyndist alveg dúndurhugmynd.
Kjúklinga fajitas pottréttur
Efni
- 2 bollar soðinn, brytjaður kjúklingur
- 1/2 bolli sýrður rjómi
- 1 tesk. sterk sósa
- 1 matsk. fajita krydd
- 1 bolli rifinn ostur
- 2 bollar soðin, hvít hrísgrjón
- 2 matsk. kóríander, saxað
- 1 bolli tortilla flögur
Aðferð
- Hitið ofninn í 180°C.
- Setjið í stóra skál 2 bolla af kjúklingaafgöngum, sýrðan rjóma, sterka sósu, fajita krydd, rifinn ost, hrísgrjón og kóríander.
- Blandið vel.
- Smyrjið stórt eldfast fat.
- Látið blönduna í fatið og látið bakast í ofninum í 25 mín.
- Takið fatið út úr ofninum og stráið 1 bolla af brotnum tortilla flögum yfir og setjið aftur inn í ofninn smástund.
- Berið fram í litlum skálum (fyrir hvern og einn) eða í fatinu.
- Skreytið með sýrðum rjóma, osti og kóríander ef vill.