EFNI:
1 kjúklingur
2 matsk. ný söxuð steinselja
2 matsk. nýtt saxað rósmarín
3 hvítilauksrif, kramin eða söxuð
1/2 tesk. gróft salt
1/4 bolli lint smjör
Aðferð:
1. Hitið ofninn upp í 180⁰ C
2. Skolið kjúklinginn og þurrkið svo með pappírsþurrku. Losið um skinnið kringum bringuna. Setjið kjúklinginn í steikarfat.
3. Setjið steinselju, hvítlauk, rósmarín, salt og smjör í litla skál. Blandið vel. Núið kryddblöndunni á bringuna undir skinnið og afganginum á skinnið.
4. Steikið í ofninum um 1-1 1/2 tíma eða þangað til kjúklingurinn er steiktur. Látið fuglinn bíða 15 mín áður en hann er borinn fram.