Við höfum flest heyrt af stúlkunum sem bjargað var frá mannræningjum í vikunni. Nú eru ýmsir hlutir að komast í ljós um aðstæður þeirra og fjölmiðlar hafa greint frá þeim. Stúlkunum var bjargað síðastliðinn mánudag og nú bíður fólk eftir því að mennirnir sem héldu þeim föngum verði kærðir. Þær Amanda Berry, Gina DeJesus og Michelle Knight bjuggu við virkilega slæmar aðstæður ef marka má nýjustu fregnir.
Keðjur og reipi notaðar til að binda konurnar – Fengu nánast aldrei að fara út
Stúlkunum var haldið allan þennan tíma nálægt hverfinu sem þær bjuggu í. Lögregla hefur staðfest að reipi og keðjur hafi verið notaðar til að binda konurnar, það fundust reipi og keðjur í húsinu og stúlkurnar hafa staðfest að þeim hafi verið haldið með ýmist keðjum eða reipi.
Lögreglan hefur sagt frá því að stúlkurnar hafi nánast aldrei fengið að fara út öll 10 árin sem þær voru í haldi. Lögreglan segir: “Þær höfðu enga leið til þess að fara að heiman og eiga samskipti við annað fólk en mannræningjana.” Mannræningjarnir leyfðu þeim að fara út í garð af og til í ólum.
Lögregla hafði verið látin vita en ekkert gert
Nágranni þeirra sá til þeirra eitt skiptið og tilkynnti það til lögreglu. Konan hringdi í lögregluna og sagðist hafa séð þrjár ungar stelpur, naktar, skríðandi á fjórum fótum með hundaólar um hálsinn í garðinum. Þrír menn stjórnuðu þeim í bakgarðinum. Konan segir frá því að hún hafi beðið í tvo tíma eftir að lögreglan mætti á svæðið en hún lét aldrei sjá sig.
Hræðileg kynferðisleg misnotkun
Það sem fólki finnst einna hræðilegast við þetta allt saman er kynferðislega misnotkunin sem stúlkurnar þrjár sættu. Stúlkunum þremur var nauðgað ítrekað og þær voru barðar. Þær þurftu að ganga í gegnum það að missa fóstur fimm sinnum en ein stúlknanna, Amanda Berry eignaðist stúlkubarn meðan hún var í haldi. Stúlkurnar urðu reglulega ófrískar og mennirnir börðu þær meðan þær voru með barni, þær misstu því oft fóstur en talið er að fleiri en Amanda hafi alið barn, ekki er vitað hvort að þau eru á lífi í dag.
Nágrannar reiðir
Nágrannar mannræningjanna eru brjálaðir út í lögregluyfirvöld að hafa leyft þessu að gerast beint fyrir framan nefið á þeim. Sérstaklega eftir að einhverjir nágrannar höfðu tilkynnt um grunsamlega hluti í þessu húsi.
Einn nágranni segir:
Ég sá konu og barn standa við gluggann eftir að ég heyrði barsmíðar. Glugginn var að hluta til hulinn með spítum. Ég hringdi á lögregluna, en ekkert gerðist, enginn kom.
Annar nágranni segir:
Lögreglan í Cleveland ætti að skammast sín! þeir leituðu og leituðu og allan tímann voru stelpurnar bara í sama hverfi!
Tengdar greinar:
Maðurinn sem bjargaði stúlkunum