Svínakótilettur, sætar kartöflur og epli – Uppskrift

Áttu eftir að ákveða hvað þú ætlar að hafa í matinn í kvöld?


Svínakótelettur, sætar kartöflur og epli

(Nota má annað kjöt ef fólk vill ) 

Fyrir 6

Efni:

4 stórar, sætar kartöflur

3 matsk. olía

6 svínakótelettur

Salt

Pipar

3 laukar, saxaðir

3 stór (súr)epli

½ bolli rúsínur

 

Aðferð:

Hitið ofninn í 200⁰C

Flysjið kartöflurnar, skerið í þrennt og sjóðið í 10. mín

Hellið olíunni á pönnu, látið  laukinn út í og mýkið hann við hægan hita

Takið laukinn af pönnunni og brúnið nú kóteletturnar á báðum hliðum, kryddið með salti og pipar

Skerið í brúnina á hverri kótelettu og fyllið með lauk.

Nú er kjöti, kartöflum og eplabitum raðað í fat, rúsínum dreift yfir, því lokað með álpappir og látið inn í ofninn þar sem maturinn er bakaður í 45-60 mín.

 

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here