Hvað einkennir börn sem leggja í einelti?

Börnum sem leggja í einelti líður oftar en ekki mjög illa. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að börn sem leggja í einelti hafa oft sínar ástæður. Hér eru nokkur atriði sem geta einkennt börn sem leggja í einelti, þetta er þó auðvitað ekki algilt og við erum öll misjöfn. 

  • Þau búa oft við heimilisofbeli í orðum og athöfnum. Þau samþykkja þessa hegðun og sýna öðrum, börnum og fullorðum ofbeldi.
  • Berja stundum eða ýta öðrum börnum.
  • Eru oft sterk.
  • Geta verið eða ekki verið vinsæl meðal jafnaldra sinna.
  • Eiga erfitt með að fara eftir settum  reglum.
  • Láta sig tilfinningar annarra litlu varða.

Mörg þeirra barna sem leggja aðra í einelti líta stórt á sig. Þau vilja láta aðra líta upp til sín. Þau ætlast líka til þess að allir aðrir fari að óskum þeirra. Börn sem leggja í einelti hafa oft ekki fengið leiðbeiningu um hvaða áhrif hegðun þeirra hefur á aðra.

Hætt er við að börnum sem leggja í einelti gangi illa í skólanum og leiðist síðar á ævinni út í glæpi. Þeim er líka hættara við að leiðast út í eiturlyfjaneyslu en hinum sem ekki stunda við einelti.

Sum þeirra barna sem leggja aðra í einelti verða sjálf fyrir einelti. Sums staðar er það veruleikinn að sum börn sem bæði leggja í einelti og eru þolendur eineltis nota vín þegar á unga aldri og bera vopn frekar en hin sem koma ekki nálægt einelti.

Eineltishegðun er mjög alvarleg ábending um það að barnið hafi ekki náð tökum á árásarhneigð sinni. Það þarf að reyna að kenna barni sem leggur í einelti hvernig eðlileg samskipti við aðra eru. Fagleg ráðgjöf og kennsla getur hjálpað barninu til að átta sig á hvernig einelti meiðir aðra. Það er hægt að kenna börnum að finna til með öðrum. Stundum er gott eða jafnvel nauðsynlegt að fá foreldrana með í ráðgjöf. Fjölskylduráðgjöf hefur hjálpað mörgu barninu og mörgu foreldrinu.
Heimildir frá barnasálfræðingi og veraldarvefnum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here