Sarah Willman sem fékk viðurnefnið Malibu Barbie í framhaldsskóla fer í ljós í að minnsta kostið 20 mínútur á dag alla daga. Hún segist verða eirðarlaus ef hún fær ekki sína daglegu ljósameðferð.
Sarah sem er 30 ára og býr í Norður Dakóta í Bandaríkjunum segist ætla að halda áfram að stunda ljósabekkina þó svo hún viti hvers óhollt þetta er fyrir hana. Hún segist oft meira að segja fara í 40 mínútna ljósatíma en það er tvöfalt meira en venjulegt fólk gerir.
Sarah vaknar stundum klukkan 4 að nóttu til að fara í ljós áður en börnin hennar vakna og notar líka hádegin oft til þess að fara í ljós. Hún notar brúnkukrem til þess að verða enn brúnni en henni finnst ljósabrúnkan oft ekki vera alveg nóg: „Ég set brúnkukrem þar sem ljósin ná ekki til,“ segir Sarah
Þessi mikla ljósabekkjanotkun hennar byrjaði þegar hún var 14 ára: „Ég byrjaði þá en fór að fara miklu meira í ljós þegar ég var svona um 16, 17 ára því þá var auðveldara fyrir mig að stelast út af heimilinu frá foreldrum mínum. Mér leið eins og ég þyrfti að vera fullkomin, grönn og brún stúlka. Ég var að reyna að vera töff og vinsæl.“
Núna er Sarah farin að hafa áhyggjur af afleiðingum þess að vera svona háð ljósabekkjunum og vill vara aðra við því að gera sömu mistök og hún. „Mamma mín hefur áhyggjur af mér og ég skil það því ég myndi ekki vilja að börnin mín færu í ljós,“ segir Sarah en hún segist ekki þora að fara til húðsjúkdómalæknis því hún sé svo hrædd við hverjar niðurstöðurnar verði ef hún fer að láta skoða húðina sína. Hún segist vilja hætta að fara í ljós og hafi oft reynt það en geti það bara alls ekki.