Söngkonan Ke$ha hefur verið að reyna að bæta ímynd sína seinustu mánuði og hefur það gengið nokkuð vel hjá stelpunni.
Ke$ha er með raunveruleikaþáttinn „Ke$ha: My Beautiful Crazy Life“ á MTV og í þættinum í gær fór hún að margra mati aðeins yfir strikið þegar hún tók sig til og drakk sitt eigið þvag.
Í þættinum eru Ke$ha og bestu vinir hennar í bíl og vinkona hennar segir við hana að hún eigi að lifa heilbrigðu lífi og það væri talið mjög holt að drekka sitt eigið þvag og að móðir hennar hafi einu sinni gert það þegar hún var í göngu. Ke$ha segir strax: „Ég skal gera það, ég skal drekka pissið mitt“. Hún biður bílstjórann að stoppa, pissar í flösku og tekur sopa og grettir sig allsvakalega.
Auðvitað getur vel verið að hún hafi ekki gert þetta í alvöru og þetta hafi bara verið gert til að auka áhorfin á þáttinn og vekja athygli.