Ný rannsókn bendir til þess að inntaka þunglyndislyfja á meðgöngu auki líkur á einhverfu barna.

Mönnum ber ekki saman en talið er að 1 barn af hverjum 88 sé á einhverft eða einhverfu rófinu. Ástandið getur birst sem mikil þroskaskerðing eða minni háttar hegðunarröskun.  En rannsakendur eru að leita að ástæðum þessa eða einhverju sem getur haft áhrif í þessa átt vegna þess hve miklu fleiri börn hafa fæðst síðustu áratugina með þessa röskun. Þeir telja að þeir kunni að hafa fundið enn eina orsökina sem er sú að barnshafandi konur hafi neytt þunglyndislyfja á meðgöngu. Rannsóknin var birt í Archives of General Psychiatry.

Í nefndri rannsókn voru börn með greiningu um einhverfu og hópur barna sem var valinn af handahófi og ekki með greiningu. Þá var meðgangan athuguð.  Niðurstöður voru þær að í hópi kvennanna sem höfðu notað þunglyndislyf voru fleiri börn á einhverfurófi en í hópi hinna sem ekki höfðu notað þessi lyf. Talið er að um greinilega tengingu sé að ræða.

Hættan er talin vera mest ef konur taka þunglyndislyf á fyrstu þrem mánuðum meðgöngu. Þá er áhættan talin þrefalt meiri en á síðari mánuðum meðgöngu.

Verði fullsannað að rekja megi einhverfu til notkunar þunglyndislyfja eiga lyfjaframleiðendur ekki von á góðu en það er allt annað kerfi hér á landi en í Bandaríkjunum þar sem rannsóknin var gerð.   Það kann þó að orka tvímælis því að það getur líka haft alvarlegar afleiðingar að meðhöndla ekki þunglyndi. Læknar vega alltaf og meta ágóða og áhættu þegar konum eru gefin lyf á meðgöngu. Oft er einnig reynt að velja lyf sem rannsökuð hafa verið á meðgöngu.

Lyfin sem rannsökuð voru eru svokölluð SSRI lyf sem eru mjög algeng við meðhöndlun þunglyndis.

Heimildir: http://worldobserveronline.com/2013/05/15/mothers-taking-antidepressants-2x-likely-have-autistic-child-study-says/

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here