Kaffi getur verið gott fyrir heilsuna!

Góðar fréttir fyrir kaffiunnendur!

Nýleg rannsókn bendir til að hjá þeim  sem drekka kaffi reglulega dragi verulega úr líkum á að þeir fá vissan, mjög sjaldgæfan lifrasjúkdóm.

Já, enn ein ástæða til að fá sér góðan sopa á morgnana!

Það kemur fyrir að gallleiðarar kalka og stíflast (PSC)  svo að gallið kemst ekki leiðar sinnar. Kaffi er talið hjálpa til að koma í veg fyrir þetta.  Þetta er sjaldgæfur sjúkdómur sem veldur bólgum og getur orðið mjög alvarlegur ef hann er ekki meðhöndlaður. Venjulega þarf að græða nýja lifur í fólk sem fær þennan sjúkdóm.

Rannsóknin var framkvæmd þannig að þátttakendum var skipt í þrjá hópa. Í fyrsta hópnum var fólk með PSC, þá var í öðrum hópi fólk með PBC á byrjunarstigi og loks heilbrigt fólk. Talið er að þessi rannsókn hafi sýnt fram á að kaffið hefði áhrif á nýgengi PSC sjúkdómsins. Þetta er sjálfsónæmislifrarsjúkdómur  sem skaðar gallgangana í lifrinni sem aftur veldur eitrun og skorpulifur.

Menn eru alltaf að leita skýringa á sjálfsónæmissjúkdómum og reyna að finna leiðir til að skilja þá og koma í veg fyrir að fólk fái þá.  Vísindamenn segja að enn sé  langt í land að það hafi tekist nema að mjög litlu leyti. Oft uppgötvast þessi sjúkdómur ekki fyrr en hann er svo langt gegninn að ekki er hægt að gera neitt annað en reyna lifraígræðslu.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here