Innihald
550 gr hveiti
5tsk. lyftiduft1 dl. (85g) sykur
100 gr. brætt smjör
31/2 dl mjólk
50 gr brætt smjör
sykur og kanil blandað saman (ég nota frekar mikinn kanil og þá aðeins minni sykur)
hitið ofninn í 180 gráður
(ef þú vilt gera gersnúða getur þú sett það í stað lyftidufts, ég er bara svo óþolinmóð og því nota ég lyftiduft, þeir eru alveg jafn mjúkir)
Öllu blandað vel saman og hnoðað vel.
Hægt er að skipta deiginu upp í 2 hluta og fletja út en allt í lagi að gera það í einum hluta. Fletjið vel út, penslið brædda smjörinu vel á deigið og stráið svo kanilsykrinum yfir. Rúllið deiginu vel og þétt upp og skerið svo snúðana ca 1-2 cm stóra.
Setið snúðana á bökunarplötu með smjörpappír og bakið í ca 15- 20 mín eða þangað til þeir eru orðnir ljós gullbrúnir að lit.
Glassúr
1 pakki flórsykur
2-3 msk kakó frekar fullar
2-3 msk tilbúið kaffi (fer eftir því hversu mikið kaffibragð þú vilt fá)
60 gr. brætt smjör
Heitt vatn í restina þangað til kremið er orðið mjúkt og fallegt.
Uppskriftina fengum við hjá Thelmu á síðunni Freistingar Thelmu sem má finna hér ásamt fullt af dásamlegum uppskriftum og hugmyndum.
Verði ykkur að góðu