Ofnæmið er byrjað! – Minnkaðu einkennin með nokkrum einföldum ráðum

Það er hrikalega leiðinlegt að vera með frjókornaofnæmi. Allt að byrja að grænka og blómstra og maður fer að hnerra og vera nefmæltur með kláða í kokinu, nefi og eyrum.

Hér eru nokkur góð ráð fyrir þig ef þú ert ein/n af þeim heppnu sem ert að glíma við ofnæmi:

Þvoðu hár þitt á hverju kvöldi.

Frjókornin festast vel og vandlega í hárinu þegar maður er utandyra, sérstaklega ef þú ert með einhver efni eins og glansolíu eða vax. Þá er um að gera að þrífa hárið vel svo þú farir ekki með frjóið upp í rúm og veltist í því yfir nóttina og fáir það upp í nef og ofan í þig. 

Haltu nefinu hreinu.

Nefið á okkur er eins og framrúða á bíl. Það festist allt í því. Vertu dugleg/ur að snýta þér og hreinsa útúr nefinu á þér og notaðu saltvatnslausn til að skola nefið, en það fæst í flestum apótekum og fer ekki illa með slímhúðina í nefinu eins og venjuleg nefsprey ef maður notar það mikið.

Þvoðu sængurfötin í mjög heitu vatni

Þvoðu sængurfötin þín reglulega, í það minnsta einu sinni í viku, í að minnsta kosti 60° heitu vatni.

Fáðu einhvern annan í að ryksuga

Ef þú ert með ofnæmi er ekki góð hugmynd að vera alltaf með ryksuguna á loft því það þyrlar upp rykinu og frjóinu sem kann að vera inni á heimilinu. Ef þú getur hugsanlega fengið einhvern annan til að gera þetta, gerðu það þá og reyndu helst að vera einhversstaðar annarsstaðar. Rykið sest ekki fyrr en eftir svona 2 klst.

Hreinlæti

Þvoðu þér reglulega um hendurnar og andlitið. Ekki fara með óhreinar hendur í nef og augu því það er einmitt það sem kemur frjóinu í augu og nef og maður stíflast mjög fljótlega upp og fer að klæja í augu og nef.

Það hjálpar líka að borða mikið af grænmeti, sérstaklega allt sem er grænt. Einnig er gott að borða safaríka ávexti, öll ber en sérstaklega bláber. Reyndu að forðast sykur, mjólkurvörur og hveiti.

Að sjálfsögðu eru þessi ráð eitthvað sem hægt er að gera sjálfur og auðvitað eru ofnæmislyf og úðar eitthvað sem fólk á að nota líka ef þörf þykir á.

 

Heimildir: www.health.com og www.sharecare.com

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here