Beyonce er ekki ólétt – Nýjar myndir af söngkonunni drekka rauðvín

Beyonce fer ekki leynt með það að hún er enn yfir sig ástfangin af manninum sínum, Jay Z. Söngkonan fagra birti myndir af sér og manninum sínum á rómantísku deiti á dögunum og það er nokkuð ljóst að hún hafði sínar ástæður fyrir myndbirtingunni.

Fólk hefur líklega orðið vart við sögusagnir um að söngkonan sé ólétt af sínu öðru barni, en Beyonce hefur svo sannarlega jarðað þær sögusagnir með nýlegum myndum þar sem hún sést gæða sér á rauðvíni.

Parið er klætt í kósýföt, hún í hettupeysu og leggings og hann með derhúfu. Parið naut kvöldsins saman meðan dóttir þeirra, Blue Ivy sem er 16 mánaða var í pössun hjá pössunarpíunum þeirra.

Beyonce virðist hafa róað sig aðeins en hún varð öskuill við tískurisann H&M eftir að þeir fótósjoppuðu myndir af henni fyrir nýju baðfataherferð sína. Söngkonan vill ekki leyfa að líkami hennar sé fótósjoppaður í þeim tilgangi að grenna hana og draga úr frægum línum hennar, svo að upprunalegu myndirnar voru notaðar á endanum.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here