Fjöldinn allur af ungu fólki þarf að leggjast in á sjúkrahús með nýrnasteina og telja læknar að um sé að kenna því að fólk drekki ekki nægilega mikið vatn daglega. Daglegur vatnsskammtur þarf að vera u.þ.b. 3 lítrar.
Á síðustu tíu árum hefur fjöldi innlagna á sjúkrahús vegna nýrnasteina aukist um 63% og er ekki að sjá að þetta ástand sé í rénun. Nýrnasteinar myndast við það að saltkristallar safnast í kúlur sem líkaminn getur ekki losað sig við vegna þess að hann skortir vökva til þess. Þessar kristallakúlur geta valdið sárum kvölum í kviðarholi og oft er eina ráðið að fjarlægja þær með skurðaðgerð.
Læknar segja að eina leiðin til að koma í veg fyrir að þetta gerist sé að lifa heilbrigðu lífi og þar skipti mataræði og vatnið höfuðmáli.