7 kynlífsráð fyrir þig ef maki þinn er KRABBI

Ef maki þinn er Krabbi eru þessi ráð fyrir þig til þess að gera svefnherbergið ennþá meira spennandi.

1. Bringan

Bringan er alveg staðurinn til að einbeita sér að hjá Krabbanum. Renndu höndunum upp og niður bringuna og kannaðu þetta svæði til hins ítrasta, bæði með höndum og munni. Ef þú kemur eitthvað að bringunni á Krabbanum verður ekki aftur snúið!

2. Veittu honum hvatningu

Það er mjög mikilvægt fyrir Krabbann að vita að hann er að gera góða hluti. Láttu hann vita ef hann er að gera eitthvað sem þér finnst sérstaklega gott. Notaðu röddina og hann mun gera það sama.

3. Hann elskar að gera tilraunir

Það er frábært við Krabbann að hann elskar að gera tilraunir með allskyns nýjungar. Ef þig langar að prufa einhvað nýtt og vera svolítið villt, ekki vera hrædd við að segja honum það. Hann mun fíla það! Þegar þú ert búin að brjóta ísinn þá verður hann innan skamms farinn að brydda upp á nýjungum að fyrra bragði líka.

4. Nekt

Krabbinn elskar að vera nakinn! Hann vill vera sem mest nakinn og er ekki feiminn að vera nakinn fyrir framan sína heittelskuðu. Mundu að Krabbinn þarf mikla hvatningu svo þú mátt endilega segja honum hvað hann líti vel út nakinn.

5. Kossar, kel og kúr

Krabbanum finnst ótrúlega gott að kyssast, kela og kúra bæði fyrir og eftir kynlíf. Hann á það til að vera óöruggur svo þetta veitir honum öryggi og honum finnst hann vera þér mikils virði. Þú getur ekki veitt Krabbanum of mikla jákvæða athygli.

6. Hlutverkaleikir

Mörg merki eru hrifin af hlutverkaleikjum en Krabbinn er sérstaklega hrifinn af þeim. Þeim finnst gaman að þykjast vera í einhverjum aðstæðum sem þeir þurfa að komast úr. Þeir elska að nota ímyndunaraflið og sköpunargleðina sem fylgir hlutverkaleikjum.

7. Franskir kossar

Ef maki þinn er Krabbi þá verður þú að nota tunguna þegar þú kyssir hann. Eins og kemur fram hér að ofan elskar Krabbinn kelerí og þegar þú kyssir hann verður þú að nota tunguna, mikið!

 

Fiskur

Tvíburar

Hrútur

Krabbi

Bogmaður

Vog

Vatnsberi

Meyja

Sporðdreki 

Naut

Ljón

Steingeit

 

 

 

Heimildir: Heather Jenson

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here