Ef maki þinn er Fiskur eru hérna nokkur ráð fyrir þig til þess að hafa í huga í svefnherberginu.
1. Snertu fætur hans
Það þarf ekki að vera að allir Fiskar vilji láta snerta á sér fæturnar en það er samt mjög vinsælt. Ef þú vilt koma þínum Fisk í stuð skaltu gefa honum fótanudd.
2. Smjaður kemur þér langt
Annað sem Fiskar eru mjög hrifnir af er smjaður. Þeir vilja fá að heyra að það sem þeir eru að gera er æðislegt og nógu gott. Fiskurinn á það til að vera óöruggur með sig og þú þarft að fullvissa hann um það að hann sé að gera sé frábært. Koddahjal er stór partur af þessu.
3. Hægt og rólega
Sumir elska að stunda hratt og hart kynlíf en Fiskurinn vill oftast hafa kynlífið rólegt og munúðarfullt. Þeir elska forleik og vilja gefa sér tíma í ástarleikina og vilja innilegt kynlíf.
4. Skapandi sálir
Fiskurinn er mjög skapandi merki og það á líka við í svefnherberginu. Þeir vilja fjölbreytilegar stellingar og eru frábærir elskhugar og þeir vilja alveg láta beita sig smá hörku endrum og eins.
5. Mýkt og nudd
Fiskar vilja láta fara um sig mjúkum höndum og hreinlega ELSKA nudd. Fiskurinn elskar líka að pakka sér inn í teppi eða sæng og kúra.
6. Þeir eru ekki ágengir
Eitt sem er gott að vita um Fiskinn er að hann er sjaldnast ágengur í kynlífinu. Úti í lífinu geta þeir verið stjórnsamir, stundum of stjórnsamir, en í kynlífinu eiga þeir erfitt með að vera ágengir. Þeir vilja að hinn aðilinn sé ágengari og taki stjórnina.
7. Vilja vera undirgefnir
Þeir vilja vera undirgefnir, en það þýðir ekki endilega að þeir vilji aldrei stjórna. Undirgefnin kemur bara meira að sjálfu sér heldur en það að stjórna. Fiskurinn er jú mjög fjölhæfur.
Heimildir: Heather Jenson