lífrænt grískt jógúrt og ný, lífræn bláber.
Fyrir 4 – 6
Grískt jógúrt fer mjög vel með nýjum ávöxtum. Blandan er hlaðin næringarefnum og þá er líka góð hugmynd að fylla lífrænar pönnukökur með blöndunni.
Efni:
1000gr (1 líter) lífrænt grískt jógúrt
2 matsk lífrænt agave sýróp eða hunang
3 bollar lífræn, fersk ber eða aðrir ávextir
2 matsk lífræn, mulin hörfræ
Aðferð:
Hrærið sýrópinu saman við jógúrtið, setjið í glösin (4eða 6), setjið ber eða ávexti út í og dreifið hörfræinu ofana á- og borðið svo!
Vel mætti nota skyr í staðinn fyrir gríska jógúrtið