Tónleikar fyrir “Einstök börn” – Miðvikudaginn 5.júní

Tónleikar verða haldnir á Café Rósenberg, á morgun, miðvikudaginn 5. júní, klukkan 21:00. Tónleikarnir eru til að styrkja “einstök börn” og munu margir flottir tónlistarmenn gefa vinnu sína. Elis Veigar og Sigurbjörg Bergsdóttir sem skipulögðu viðburðinn sögðu okkur að það yrði kósý stemning svo að þessi viðburður er tilvalinn fyrir þá sem langar að setjast niður og hlusta á ljúfa tóna og styrkja gott málefni í leiðinni.  Dagskráin er ekki af verri endanum og þeir sem koma fram eru:
Elísabet Ormslev
Maja Eir
Tala frá Einstökum börnum
Elis Veigar og Björg Ghomsi
Hrefna Hrund
Bjarni Töframaður
Rakel
Herbert Guðmundsson
Jóhanna – Uppistand
Ágústa og Matti
Sigga Helga og Edgar Smár
Sigurbjörg – Hugvekja
Það kostar 2.500 kr inn og allur ágóði rennur til barna sem þjást af ólæknandi sjúkdómi
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here