Þegar börn eru að drukkna sýna þau ekki endilega þau viðbrögð sem við höldum – Verum vakandi

Nú er sumarið komið og við erum mikið með börnin í sundi og förum jafnvel með þau á ströndina í sumar, til sólarlanda. Ef  fólk ætlar að fara á ströndina eða í sundlaugar getur skipt sköpum að það viti um nokkur atriði. Börn og fólk sem er að drukkna sýnir ekki alltaf þau viðbrögð sem við búumst við að fólk sýni þegar það er að drukkna.

Dr, Francesco A. Pia nefnir í grein að það sem gerist þegar fólk er að drukkna  sé „Eðlislægt drukknunarviðbragð“ og það er ekki eins og flestir halda.   Fólk skvettir ekki, veifar ekki höndunum og kallar ekki. Svo að fólk átti sig á hvað drukknun fer í raun hljóðlega fram er rétt að athuga þetta: Nú í ár munu u.þ.b. 750 börn, 15 ára og yngri drukkna í Bandaríkjunum og u.þ.b. helmingur þeirra verður með foreldrum sínum eða öðrum fullorðnum í sundi. Í sumum tilvikum mun fullorðan fólkið meira að segja vera að horfa á barnið þegar það drukknar en átta sig ekki á hvað er að gerast.   Dr. Pia lýsir Eðlislægu drukknunarviðbragði  á eftirfarandi hátt í grein sem hann birti nýlega.

  • “Yfirleitt getur drukknandi manneskja alls ekki hrópað á hjálp. Öndunarfæri okkar eru hönnuð til að anda með þeim. Tal er afleitt atferli. Við verðum að geta andað til þess að við séum fær um að tala. 
  • Drukknandi fólk sekkur og kemur upp til skiptis. Drukknandi manneskja er ekki nægilega lengi ofan vatnsins til að geta andað og kallað á hjálp. Öll orka þess sem er að drukkna þegar honum skýtur upp fer í að reyna að anda áður en hann sekkur aftur. 
  • Drukkandi manneskja getur ekki veifað. Eðlilegt viðbragð er að teygja handleggina út á vatnsyfirborðið til að reyna að halda líkamanum ofan vatnsborðsins og ná að anda. 
  • Hið Eðlislæga drukknunarviðbragð veldu því að fólk ræður ekki við hreyfingar handleggjanna. Þess vegna getur það ekki „hætt við að drukkna“, gert vart við sig með því að veifa, syna í átt til björgunamanns  eða teygja sig eftir björgunartaug.   
  • Reyndir björgunarmenn segja að drukknandi fólk endist yfirleitt ekki í baráttunni lengur en 20-60 sek. þar til það sekkur endanlega.  

Þetta segir þó alls ekki að fólk sem kallar á hjáp og berst um í vatninu sé ekki í alvarlegum vanda. Yfirleitt hefur það verið gripið ótta en getur hjálpað til við björgun  t.d. með því að grípa í björgunarlínu sem drukknandi maður getur hins vegar ekki.

Vertu vakandi fyrir öðrum hættumerkjum þegar þú ert með fólki í vatni.

  • Höfuðið hálfmarar í kafi, munnurinn í vatnsyfirborðinu 
  • Höfuðið sperrt aftur á bak og munnur opinn
  • Augun glansandi og tóm, horfa ekki
  • Augun lokuð
  • Hár fellur niður á enni og augu
  • Er ekki láréttur í vatninu
  • Reynir að svamla en kemst ekki áfram
  • Reynir að liggja á bakinu
  • Er eins og hann sé að reyna að klifra í vatninu

 

Kæru foreldrar! Börn að leik í vatni hafa hátt. Ef þau þagna skaltu athuga strax af hverju ekki heyrist í þeim.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here