George Michael var hætt kominn af lungnabólgu síðastliðinn desember.
Hann var satt að segja við dauðans dyr og nú eru afleiðingar þessarar erfiðu reynslu þær að ekkert verður af 9 tónleikum sem búið var að auglýsa og skipuleggja í Ástralíu.
Söngvarinn gerði þetta kunnugt á laugardaginn og sagði aðdáendum sínum að hann gæti ekki haldið tónleikana vegna mikillar streytu sem hefur þjakað hann frá því hann kom af sjúkrahúsinu fyrir 10 mánuðum.
Fúlt, segja aðdáendur hans en maður skyldi vona að aðaláhyggja þeirra væri af heilsufari kappans.
Í afsökunarbeiðni sem birtist á heimasíðu söngvarans sem söng á sínum tíma: „I want your sex“ sagði hann að hann hafi vonað að það að halda tónleikana yrði í sjálfu sér lækning fyrir sig svo að hann myndi jafna sig á hinni erfiðu reynslu sem hann hafi orðið fyrir. En hann hafi vanmatið hve ástand sitt væri alvarlegt.
Grey karlinn!