7 kynlífsráð fyrir þig ef maki þinn er NAUT

Ef maki þinn er Naut er algerlega nauðsynlegt fyrir þig að lesa þetta

1. Hálsinn

Hálsinn er mjög mikilvægur staður á Nautinu og æsir það mjög mikið upp hvort sem þú kyssir hálsinn, strýkur hann eða nartar í hann þá fílar Nautið það.

2. Hægur forleikur

Nautið vill hægan og frekar langan forleik. Þeir vilja finna fyrir óþreyju eftir kynlífinu og elska að stríða og vilja finna sterka tengingu við þann sem hann/hún sefur hjá. Hægur forleikur getur leitt af sér heitt og hratt kynlíf svo hafðu það í huga í forleiknum.

3. Elskar knús, kelerí og munúðarfullt nudd

Nautið elskar allskonar knús og kelerí og mjúkar snertingar. Nuddið verður að vera munúðarfullt og það mun heldur betur kveikja í Nautinu.

4. Vill ekki flýta sér í kynlífi

Nautið er eitt af þeim merkjum sem vill ekki þurfa að flýta sér með kynlífið. Það vill finna alvöru tenging og njóta hverrar snertingar og taka því rólega.

5. Stríðni

Nautið vill láta stríða sér og fyllast eftirvæntingu og stríðnin má alveg dragast örlítið á langinn. Léttir kossar og léttar snertingar geta skipt sköpum í kynlífinu.

6. Sýning

Nautið elskar athyglina og er ekki feimin með það. Hún/hann vill láta horfa á sig og vill alveg horfa á þig líka. Ef þú vilt kveikja í makanum þínum í Nautsmerkinu þá skaltu halda sýningu fyrir hana/hann og fá hana/hann til að gera það sama.

7. Erótík og koddahjal

Að lokum vill Nautið endilega fara í smá erótíska hlutverkaleiki og koddahjalið skiptir hana/hann miklu máli líka, hvort sem það er fyrir eða eftir kynlífið því þar kemur þessi sterka tenging til skjalana.

Fiskur

Tvíburar

Hrútur

Krabbi

Bogmaður

Vog

Vatnsberi

Meyja

Sporðdreki 

Naut

Ljón

Steingeit

 

Heimildir: Heather Jenson

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here