Bananaostakaka – Uppskrift

Þessi er sæt og sumarleg.

Bananaostakaka

Botn:

1 bolli hafrakex, mulið
3 msk sykur
5 msk smjör, brætt

Fylling:
500 gr rjómaostur
200 gr sykur
3 egg
1/2 tsk vanilla
1/2 tsk salt
400 gr sýrður rjómi
225 gr stappaðir bananar

Aðferð:
Blandið saman kexinu, sykri og smjöri og þrýstið í botn á 26 cm lausbotna klemmuformi. Hrærið rjómaosti og sykri vel saman. Bætið eggjum og hrærið vel í á milli. Bætið salti og vanillu út í. Hrærið aðeins í sýrða rjómanum sundur og blandið í hræruna ásamt bönunum. Hellið hrærunni yfir kexið og bakið í 45-50 mín, við 175°.

Sumum finnst gott að hafa karamellusósu á kökunni en öðrum finnst það of sætt. Gott að bera fram með rjóma.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here