Leið loksins eins og karlmanni eftir að brjóstin voru fjarlægð – Kærastan gaf honum aðgerðina

Það er kannski ekki venjan að fólk gefi ástinni sinni aðgerð að gjöf en í tilfelli Kirone McCaffrey var sú gjöf það allra besta sem hann gat hugsað sér.


Kirone er trans-maður. Kirone, 23 ára fæddist sem stelpan Kiri en hefur lengi átt sér þann draum að fara í aðgerð og láta minnka kvenmannsbrjóst sín. Kirone hefur ekki haft efni á aðgerðinni hingað til en svona aðgerðir eru afar dýrar.

Draumar hans rættust loksins þegar kærasta hans, Danielle, 19 ára gaf honum pening fyrir aðgerðinni sem hún hafði safnað fyrir í einhvern tíma. Kirone eyðir meirihluta launa sinna í að sjá fyrir veikri mömmu sinni þannig að hann hefur lítið getað sparað.

Kirone fór í aðgerðina í september á síðasta ári og segir: “Hingað til hefur mér liðið illa í hvert skipti sem ég lít í spegil. Ég þráði að losna við brjóstin eftir að ég byrjaði að lifa lífinu sem karlmaður”.

“Ég faldi hræðilega líkama minn bakvið víð föt en í hvert skipti sem ég sá mig nakinn skammaðist ég mín” Kærasta hans er ástfangin af manni sínum og segir að hún sé heppnasta stúlka í heimi.

“Það skiptir mig engu máli þó hann hafi fæðst sem stelpa, ég hitti hann eftir að hann byrjaði að lifa sem karlmaður, ég var staðráðin í að láta drauma hans rætast svo ég safnaði fyrir aðgerðinni”

Næsta skref er að fara í kynleiðréttingu
Kirone segir að næsta skref sé að láta leiðrétta kynfæri sín. Parið stendur saman í þessu öllu saman, Kirone er skráður sem karlmaður og hefur tekið karlhormón frá því hann var 17 ára.

“Eftir að ég byrjaði að taka hormónana fékk ég skegg, röddin á mér varð dýpri, ég fékk bringuhár og ég lyktaði meira að segja öðruvísi, loksins leið mér eins og ég væri ég sjálfur”

Kirone segist ekki hafa leikið sér með dúkkur í æsku og honum var strítt mikið fyrir vikið í skóla. Hann segist vera þakklátur fyrir að eiga yndislega kærustu sem styður hann í einu og öllu.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here