Ef maki þinn er Ljón er algerlega nauðsynlegt fyrir þig að lesa þetta
1. Bakið
Ef þú vilt vita hvar þú átt að snerta Ljónið þá er bakið mjög heitur staður. Ef þú rennir höndinni niður bakið á honum/henni mun það kveikja í honum/henni, pottþétt! Meðan á kynlífinu stendur strjúktu þá bakið og nuddaðu létt.
2. Þráin kveikir í þeim
Ljónið vill sjá að þú þráir hann/hana og sjá ástríðu í augum þínum. Þau eru svolítið inn í sig en eru samt sem áður með frekar stórt egó sem þarf að næra og þú hjálpar þeim við það með því að sýna hversu mikið hann/hún kveikir í þér.
3. Vill konunglega meðferð
HIð tíbíska Ljón vill láta fara svolítið vel með sig og líða eins og hann/hún sé mikilvægasta manneskjan í heimi, og sérstaklega í svefnherberginu. Ljónið vill láta dekra sig en dekra líka til baka.
4. Ástríðufullir kossar, klór og nart
Ljónið er að sjálfsögðu kattartegund svo það fílar smá hörku í rúminu. Ástríða er mjög mikilvæg og þarf að vera í öllu sem gert er í svefnherberginu. Kossar, klór og smá nart er eitthvað sem ljónið vill í svefnherberginu.
5. Kynlíf utandyra
Þetta merki elskar að njóta ásta utandyra. Auðvitað eru ekki öll Ljón eins, en flest Ljón eru þannig að ef þú getur platað þau á afvikinn stað utandyra þá eru þau til í að stunda kynlíf. Á ströndinni, í skóginum eða bara hvar sem er.
6. Erótískt nudd
Bakið er Ljóninu mjög mikilvægt eins og kemur fram hér að ofan og auðvitað er nudd á því svæði gerir góða hluti. Ef þú nuddar bakið og axlirnar áttu heldur betur von á góðu.
7. Sóðatal
Hafðu það í huga að það er í lagi að tala smá klúrt við Ljónið, þau fíla það. Ef þú lýsir því hvað þú vilt gera við það í smáatriðum og hvað þú vilt láta gera við þig þá ertu að fara að gera Ljónið þitt alveg vitlaust í þig.