Einn af okkar uppáhaldsleikurum úr þáttunum True Blood er á leið til landsins. Alexander Skarsgard sagði nýlega í viðtali við slúðurmiðla að hann ætlaði að fara til Íslands í frí eftir að tökum á síðustu þáttaseríu True Blood lýkur.
“Ég er á leið til Íslands í vikulanga fjallgöngu.” Segir leikarinn, hann ætlar að skilja farsíma og tölvur eftir heima:
“Enginn sími, enginn iPad, ekki neitt. Ég er mjög spenntur fyrir því” – Þetta sagði Alexander í júní svo að hann gæti komið til landsins á næstu dögum. Alexander er líklega vanur miklu áreiti og því verður eflaust gott að losna við truflanir frá farsímanum og tölvunni.
Slúðurmiðlar hafa ýjað að því að Alexander sé á leið til Íslands til að flýja Ellen Page, þau hafa verið sögð eiga í ástarsambandi en nú er talað um að tilfinningar hennar til hans séu ekki gagnkvæmar.
Ætli við sjáum Alexander í miðbæ Reykjavíkur á næstu dögum? Það yrði nú ekki leiðinlegt.