Antonio Lopez Chaj, 43 ára gamall málari hefur fengið 58 milljón dollara í skaðabætur vegna alvarlega höfuðákverka sem hann hlaut eftir hrottalega árás.
Antonio var laminn svo illa að það þurfti að fjarlægja hluta af höfuðkúpu hans.
Maðurinn þurfti stuðning ættingja sinna á blaðamannafundi á dögunum þar sem lögfræðingar hans greindu frá úrskurði kviðdóms. Antonio er einn af fáum sem fengið hafa svo háar skaðabætur í Californiu. Lögfræðingar Antonio sögðu “Höfuðkúpa hans er eins og kaka sem búið er að skera 25 prósent af.”
Það var dyravörður á bar sem réðst á Antonio og lamdi hann illa, hann sparkaði í hann, þar sem hann lá á götunni, að minnsta kosti átta sinnum og mölvaði hauskúpu hans. Antonio hafði verið að reyna að stoppa rifrildi milli starfsfólks barsins og tveggja ættingja sinna. Þegar Antonio komst undir læknishendur var höfuðkúpa hans illa brotin, læknar náðu að bjarga lífi hans en hann þjáist af miklum heilaskaða eftir árásina. Hann getur ekki talað og þarf aðstoð allan sólarhringinn. Hann á enn eftir að fara í margar aðgerðir.
Dyravörðurinn, sem vann fyrir fyrirtæki sem heitir DGSP security hefur látið sig hverfa og er ekki fundinn enn. Fyrirtækið þarf því að borga manninum háar skaðabætur en enginn peningur græðir sár mannsins.