Davíð og Gauti með frábæra þætti – Myndband og Viðtal

Og HVAÐ eru nýir þættir sem meistararnir Davíð Arnar og Gauti hafa nú komið í framkvæmd og standa þeir yfir í allt sumar. Þættirnir verða frumsýndir alla fimmtudaga í sumar og koma þeir fyrst inná Monitor, þrír þættir hafa nú verið sýndir.
Strákunum má held ég vel lýsa sem einstaklega uppátækjasömum, brjáluðum en fyrst og fremst skemmtilegum.
Ég fékk að spyrja Davíð aðeins út í þættina.

Hvernig kom það til að þið Gauti ákváðuð að gera þætti og sýna á netinu?
Þetta byrjaði kannski þannig að ég ákvað að gera pilot þátt seinasta sumar sem var með svipuðu sniði og því sem við erum að gera núna í ,,Og Hvað”, Gauti var með mér í einu atriði þar.
Svo vorum við bara að chilla saman og tala um þetta og hugmyndirnar fóru a flug og eitt leiddi að öðru sem endaði með því að við fengum burn og monitor með okkur í lið til að gera þessa fyrstu seríu af þessum þáttum í sumar

Hvernig viðbrögð hafi þið fengið við þeim þáttum sem búið er að sýna?
Bara mjög góð myndi ég segja.
Flestir virðast hafa gaman að þessu og alveg einn og einn búnað labba upp að manni og segja að þetta sé eitthvað sem hafi kannski svolítið vantað hér á landi, hvort sem það er í sjónvarp eða bara á netið. Þannig að það er bara gaman og hvetur okkur áfram í að gera þessa þætti eins vel og við getum

Þið gerið hitt og þetta sem mætti flokkast undir sem hættulegt, eru þið svona grjótharðir eða aðeins hræddir?
Nei ég verð aldrei hræddur, það má ekki. Ég get kannski ekki svarað beint fyrir Gauta en hann verður stundum smá stressaður fyrir stunt en þá peppa ég hann bara upp og knúsa hann og segi að það verði allt í lagi. Hann endar þá oftast á því að gera hlutina, enda sannur draumaprins.

Í einum þættinum virðist Gauti hafa meitt sig í ökkla, eru þið búnir að slasa ykkur eitthvað meira?
Nei ekki neitt fyrir utan það sko, allavega ekkert til að tala um.

Í endann á þáttunum ykkar þá segir að Mintsnow framleiði þættina, geturu sagt mér aðeins meira um Mintsnow?
Mintsnow er lítið fyrirtæki sem ég setti á fótinn fyrir um einu og hálfu ári síðan og byrjaði sem heimasíða þar sem ég setti inn snjóbrettamyndbönd, þar sem ég er sérlegt nörd hvað það varðar.
Svo fór ég að halda viðburði tengda snjóbrettaíþróttinni og við Gauti héldum svo Mintuna sem er tónlistar og snjóbretta viðburður í Reykjavík saman undir Mintsnow nafninu í mars sl.
Það kom einnig smá fatalína undir Mintsnow merkinu í vetur og stefni ég á að gera meira í þeim efnum þegar róast aðeins hjá mér.
Mintsnow kom einnig á fót brettaskólanum í Bláfjöllum í vetur. En aðaldæmið sem kannski Mintsnow gerir er að framleiða myndbönd (,,Og hvað‘‘ þættina eða snjóbretta myndbönd) og er það þá ég og einnig Gauti sem erum svolítið í þeim myndböndum en ekki síður mikilvægur hlekkur í þessu öllu saman er hann Arnar sem tekur allt upp og sér um eftirvinnslu svona undir minni leiðsögn.
Þetta er bara allt dót sem mér finnst gaman að gera og ég er að prófa mig áfram í hinu og þessu og vonandi seinna meir getur þetta orðið eitthvað stærra batterí.

Þekktust þið Gauti áður en þið hófuð samstarfið við gerð þáttana?
jájá við þekktumst og vorum ágætis félagar, en það var kannski ekki fyrr en fyrir um ári síðan sem að við fórum að vera meira saman og í framhaldi af því að spá í þessu þátta dæmi og höfum verið meira saman hvort sem það sé í kringum þættina eða bara eitthvað að njóta lífsins.
Í dag erum við sko bestu vinir í heimi!

Eitthvað að lokum?
Vill þakka öllum okkar samstarsaðilum okkar: Burn, Go Pro á Íslandi, Noland og Mohawks.
Minni svo á að við erum með facebook síðu sem má finna hér.
Einnig erum við á instagram, @oghvad_  svona ef fólk vill eitthvað fylgjast nánar með okkur í sumar.

Hér fáum við að sjá fyrsta þáttinn en komnir eru út þrír þættir svo ekki örvænta ef ykkur þykir þessi skemmtilegur:

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”prkpJm8DR8M”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here