Kolkrabbi fannst uppi á hæsta tindi í Englands

Dauður kolkrabbi fannst uppi á hæsta tindi Englands um 954 metra yfir sjávarmáli, á fjalli sem heitir Scafell Pike í Cumbria. Ekki er alveg á hreinu hvernig kolkrabbinn hefur komist alla leið þarna upp en líklegast er að fugl hafi verið búinn að ná honum í gogginn en misst hann svo og kolkrabbinn fallið niður á fjallið. Kolkrabbinn er samt frekar stór svo fuglinn sem hefur verið með hann hlýtur að hafa verið nokkuð stór líka.

Það var Dave Ascough fjallaleiðsögumaður sem fann kolkrabbann og segist ekki hafa vitað hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann fann kolkrabbann.

„Það var hvasst og svolítið mistur í loftinu og ég hélt fyrst að þetta væri bangsi eða eitthvað leikfang en komst svo að því að þetta var nokkuð ferskur kolkrabbi,“ segir Dave.

Dave segist hafa fundið allskyns drasl á þessaum fallega stað í gegnum tíðina, dósir, flöskur, nammibréf, bananahýði, stígvél, sokka, hanska, göngustafi, tannbursta, teppi og sígarettustubba, en þetta sé í fyrsta skipti sem hann finni kolkrabba.

 

SHARE