Kim Kardashian hefur ráðið barnfóstru til að hugsa um barnið yfir nóttina – Vill vera úthvíld

Kim Kardashian ætlar ekki að vera svefnvana eins og margar nýbakaðar mæður. Hún hefur ráðið barnfóstru sem hugsar um barnið yfir nóttina.

Raunveruleikastjarnan fæddi stúlkuna North í síðasta málnuði. Hún hefur einbeitt sér að barninu síðustu vikur og að því að koma sér aftur í form en samkvæmt RadarOnline getur hún ekki hugsað sér að fá of lítinn svefn.

Í fréttinni á RadarOnline segir heimildarmaður vefmiðilsins: “Svefn er mjög, mjög mikilvægur fyrir Kim. Ef hún fær ekki 8-10 tíma svefn líður henni ekki vel.”A

“Kim vill vera úthvíld svo hún geti staðið sig sem best í móðurhlutverkinu. Hún segir að hún geti ekki verið eins góð mamma og hún vill vera ef hún fær ekki nægan svefn.”

Barnfóstra þeirra sefur í herbergi með barninu og ef hún vaknar hugsar hún um North. Kim segist vilja njóta þess að vera móðir, án þess að vera þreytt!

SHARE