Ég setti inn í gær nokkur húsráð sem henta konum vel og hérna eru fleiri:
1. Gerðu þinn eigin grjónapoka úr sokk og hrísgrjónum. Snilld á vöðvabólgu og aðrar bólgur.
2. Notaðu herðatrén til þess að hjálpa þér að skipuleggja og ákveða hverju má henda úr fataskápnum. Snúðu þeim öllum eins og á þessari mynd fyrst til að byrja með og þegar þú tekur herðatré útúr skápnum til að nota flíkina hengdu þær þá aftur upp í skápnum öfugt við þetta. Eftir nokkra mánuði muntu svo sjá hvaða föt þú ert alveg hætt að nota.
3. Notaðu rör til að geyma hálsmenin þín svo þau flækist ekki. Þetta lítur kannski ekki út fyrir að vera mjög smart en þetta borgar sig þegar þú lítur á tímann sem það tekur oft að leysa úr flæktum menum.
3. Notaðu frosin vínber til að kæla niður hvítvínið. Þá ertu ekki að deyfa vínbragðið með því að setja ísmola.
4. Sundnúðlur eru frábærar til að halda stígvélum standandi
5. Ef þú ert að ferðast með skó er mjög sniðugt að nota sturtuhettur utan um skóna svo þeir skíti ekki allt annað út
6. Segull innan á skáphurðir á baðherbergi til að geyma spennurnar sem annars eru allsstaðar
Skyldar greinar:
OG ENN FLEIRI NYTSAMLEG HÚSRÁÐ
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.