Ulric Collette er fransk-kanadískur ljósmyndari sem tekur allskonar öðruvísi ljósmyndir. Í þessari myndaseríu sem hann kallar Genetic Portraits tekur hann myndir af fjölskyldum og klippir andlitin þeirra saman og býr til eitt andlit. Þá sést bersýnilega hvað genin eru sterk og hversu heillandi það getur verið að velta svona hlutum fyrir sér.
1. Dóttir/móðir: Marie-Pier, 18 ára & N’sira, 49 ára
2. Dóttir/faðir: Ariane, 13 ára & André, 55 ára
3. Systurnar: Anne-Sophie, 19 ára & Pascale, 16 ára
4. Tvíburarnir Alex & Sandrine, 20 ára
5. Móðir/dóttir: Julie, 61 árs & Isabelle, 32 ára
6. Dóttir/faðir: Amélie, 33 ára & Daniel, 60 ára
7. Faðir/dóttir: Daniel, 60 ára & Isabelle, 32 ára
8. Móðir/dóttir: Francine, 56 ára & Catherine, 23 ára
9. Systkini: Karine, 29 ára & Dany, 25 ára
10. Systkinabörn: Justine, 29 ára & Ulric, 29 ára
11. Faðir/sonur: Laval, 56 ára & Vincent, 29 ára
12. Tvíburar: Laurence & Christine, 20 ára
13. Feðgar: Denis, 60 ára & Mathieu, 25 ára
14. Bræður: Christophe, 30 ára & Ulric, 29 ára
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.