Formkaka
Þessi er góð með kaffi!
Efni
- 4 bollar hveiti
- 1-1/2 tsk lyftiduft
- 1 tsk kanill
- 1 tsk salt
- 250 gr smjör
- 2-1/2 bolli sykur
- 7 egg
- 1 bolli kaffi við herbergishita
Aðferð
- Hitið ofninn í 180˚ C.
- Blandið saman hveiti, lyftidufti, kanil og salti.
- Hrærið smjör, sykur og egg vel saman.
- Blandið nú vel saman öllu úr hveitiskálinni, kaffinu og eggjahrærunni.
- Smyrjið formkökuform og hellið deiginu í.
- Bakið við 180˚ C í 1-1/2 klst.