Æðislega góð kaka – Uppskrift

Formkaka

 

Þessi er góð með kaffi!

Efni

  • 4 bollar hveiti
  • 1-1/2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk  salt
  • 250 gr smjör
  • 2-1/2 bolli sykur
  • 7 egg
  • 1 bolli kaffi við herbergishita

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180˚ C.
  2. Blandið saman hveiti, lyftidufti, kanil og salti.
  3. Hrærið smjör, sykur og egg vel saman.
  4. Blandið nú vel saman öllu úr hveitiskálinni, kaffinu og eggjahrærunni.
  5. Smyrjið formkökuform og hellið deiginu í.
  6. Bakið við 180˚ C í 1-1/2 klst.

 

SHARE