Lasagna rúllur með spínati og osti – Uppskrift

Þessi réttur er rosalega góður og tilvalinn á laugardegi!

Efni

  • 1 poki nýtt spínat
  • 3 bollar kotasæla
  • 3 hvítlauksrif, marin
  • 1/2 lítill, hvítur laukur, saxaður
  • 1 egg
  • Pipar
  • Nýtt  basilíkum, saxað
  • Cayenne pipar, (ef vill)
  • Nýtt múskat, malað
  • 2 bollar rifinn ostur
  • 1/2 bolli parmesían ostur
  • 1 pakki  lasagna blöð
  • 1 flaska pasta (pizza) sósa

Aðferð

  1. Sjóðið lasagna blöðin og geymið.
  2. Smyrjið eldfast mót (t.d.23x33cm) og hellið helmingnum af pasta sósunni á botninn.
  3. Sjóðið spínatið og látið hvítlaukinn mýkjast við hægan hita á pönnu (og eina msk af olíu), bætið spínatinu út í. Dreifið pipar yfir. Látið aukavökva renna af, t.d. á eldhúsþurrku.
  4. Blandið saman í skál spínat- og hvítlauksblöndukotasælu, eggi, pipar og basilíkum.
  5. Ef nota á cayenne pipar fer hann út í núna og múskatið.
  6. Hrærið 1 bolla af rifnum osti ásamt parmesían ostinum saman við
  7. Nú eru u.þ.b. 2msk. af spínatblöndunni settar á hvert blað, því rúllað upp og það sett í eldfasta mótið (samskeytin snúa niður!)
  8. Hellið afganginum af pasta sósunni ofan á rúllurnar, stráið afganginum af ostinum yfir og bakið við 180˚ C í 45 mín.
SHARE