Rukka konur aukalega fyrir að öskra í fæðingu

Dagblaðið Washington Post greindi frá því nýlega að spítali í Zimbabwe rukkar konur um rúmar 600 krónur fyrir hvert skipti sem þær öskra í fæðingu. Þeir segja að þeir séu með þessu að draga úr óþarfa öskrum en aðrir segja að þetta sé til þess að aðskilja mæður frá peningum sínum.

Spítalar þar í landi rukka rúmlega 6100 kr fyrir hverja fæðingu og það hljómar kannski ekki mikið en þar í landi er það um þriðjungur árslauna meðalmanneskju. Þetta verður til þess að margar konur kjósa að fæða bara heima frekar en að fara á spítalann og um 8 konur á dag deyja af barnsförum.

 

SHARE