Hin 11 ára gamla Belén í Chile er ófrísk eftir ítrekaðar nauðganir af hálfu sjúpföður síns. Vegna þess hversu ung hún er, er líf hennar og fóstursins í hættu. Þrátt fyrir það má hún ekki fara í fóstureyðingu því það er bannað samkvæmt lögum í Chile þar sem Kaþólikkar og Íhaldsflokkur ráða ríkjum.
Það eru aðeins 5 lönd í heiminum sem banna allar fóstureyðingar, óháð aðstæðum og Chile er eitt af þeim. Belén gaf út yfirlýsingu þar sem hún segir að hún muni klára þessa meðgöngu og ala barnið upp en sú ákvörðun var tekin af forseta Íhaldsflokksins.
Þetta er alveg með ólíkindum! Að hugsa sér að 11 ára gömul stúlka sem er fórnarlamb nauðgunar og þarf nú að verða mamma því hún hefur ekki neitt annað val og þessi meðganga leggur heilsu hennar og fóstursins í hættu.