ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is
Ég er kona á þrítugsaldri frá mjög svo litlu bæjarfélagi. Á mínum yngri árum þá var ég alltaf mjög glatt barn, ég átti fullt af vinkonum út um allt þar sem ég bjó og lífið lék sér við mig.
Þegar ég byrjaði í grunnskóla þá fór allt á hvolf. Mér var rosalega mikið strítt og bekkjarfélagarnir mínir gerðu mikið grín að mér. Ég hélt að þetta myndi ganga yfir en svo var ekki. Þegar ég byrjaði í 6. bekk var þetta orðið virkilega slæmt, ég reyndi samt að sýna eins mikið og ég gat að þetta væri ekki að fara inn á mig, en þá var mér bara strítt enn meira. Það skipti eiginlega engu máli hvað ég reyndi eða hvað ég gerði, það var alltaf eitthvað fundið.
Ég ætla líka að nefna það að ég er fórnalamb nauðgunar, ekki bara 1 sinni heldur 2 sinnum. Í fyrra skiptið var málið fellt niður en í annað skiptið þá fékk maðurinn að sitja inni í heilt ár.
Hérna koma nokkur dæmi það sem ég hef mátt þola.
1. Ég man alltaf eftir fyrsta afmælinu mínu foreldralaus. Það var leigður handa mér staður og haldin veisla og stelpurnar mættu í afmælið, en klukkutíma síðar þegar þær voru búnar að borða þá létu þær sig hverfa með afsökun. Þess má geta að sumar stelpurnar komu með afsakanir um að geta ekki komið.
2. Ég átti 2 ágætis strákavini, sem ég leit mjög mikið upp til, en þeir stríddu mér líka en ekki þegar við vorum 3 ein saman að leika okkur. Þess má geta að seinna meir að þessir 2 strákar eru ekki vinir mínir í dag því annar þeirra henti mér í gegnum glerborð og hinn hrinti mér niður stiga.
3. Ég spilaði á blokkflautu eða hvað þetta kallast, þegar ég var í grunnskóla, ég var búin að æfa mig rosalega mikið og fannst mjög gaman að spila á flautuna. Við krakkarnir í grunnskólanum fórum alltaf 1 sinni á ári að syngja í kirkjunni og við fengum að ráða því hvort við spiluðum á okkar hljóðfæri eftir sönginn ein eða nokkur saman. Ég hafði aldrei spilað fyrir framan þau og ákvað að skella mér og vinda mér í þetta, var orðin ótrúlega spennt að geta ákveðið að fara upp og sýna hvað í mér byggi. Ég var með rosalega sítt og fallegt hár á þessum tímapunkti, en auðvitað var það skemmt fyrir mér með því að klína tyggjói í hárið á mér og daginn eftir mætti ég í skólann með meira en helmingi minna hár, ég var svo sár og reið.
4. Ég fór til útlanda með bekkjarfélögunum mínum til Frakklands, við fengum að gista í skóla. Á næturnar þá fengu strákarnir að vera einir saman, og við stelpurnar og kennarar, allir í sitthvorri stofunni (3 stofur). Það liðu varla 2 dagar þá var ég send til kennaranna til að sofa með þeim því stelpurnar ákváðu að búa til lygasögur um mig. Þetta er í síðasta skipti sem ég lét þær buga mig. Þetta lið ákvað að skemma gjörsamlega allt fyrir mér og láta mér líða ömurlega. Á þessum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég var orðið mikið fórnalamb eineltis og þetta væri ekki að fara að lagast og ég gæti bara gleymt því að reyna að koma á móts við þetta lið. Ég hreinlega gafst upp.
5. 17 ára ofurspennt eignaðist ég fyrsta kærasta og fyrstu bestu vinkonu í mörg ár, þessi strákur var svo heitur og svo æðislegur sjómaður að vááá ég trúði ekki að hann vildi mig. Við byrjuðum að deita en það samband virkaði ekki lengi, ég komst að því að hann var í neyslu og ég vildi losna (hef aldrei verið hrifin af neyslufólki). 1 mánuði eftir að við hættum saman kemst ég að því að ég er ólétt, 17 ára gömul ein og með tvíbura í þokkabót! Allt í góðu ég ákveð að eiga þau, enda ekki sjéns að ég myndi fara í fóstureyðingu. Þessi svokallaða besta vinkona mín, var aldrei besta vinkona mín, hún er pólsk, ein (þekkti engan) og nýflutt í bæjarfélagið og öfundaði mig út af þessum gaur.
Hún og þessi strákur byrjuðu að deita og voru greinlega saman í neyslu. Ég hætti að tala við hana í reiði en hún vildi svo innilega reyna að laga sambandið mitt við hana svo ég ákvað að gefa henni sjéns, en það voru verstu mistök í lífi mínu. Hún segir mér frá partý sem við eigum að fara í klukkutíma frá bænum sem við bjuggum í. Á leiðinni byrjar hún eitthvað að öskra á mig, stoppar bílinn, hendir mér í aftursætið og byrjar að lemja mig á fullu,
Ég öskra á hana og segi við hana að ég sé ólétt og hún sagðist vita það og hélt samt áfram, ég gleymi aldrei sparkinu sem ég fékk í magann þegar hún kastaði mér út úr bílnum. Ég var öll útötuð í blóði og búin að missa mína elskulegu tvíbura.
Eftir þetta atvik þá flúði ég til Reykjavíkur og byrjaði að byggja mig upp. Eftir tugi sálfræðinga og mikla aðstoð þá stend ég í lappirnar í dag þakklát fyrir það sem ég á.
Ég fer aldrei á staðinn þar sem ég bjó nema um jólin til að hitta foreldra mína. Mér býður við því að þurfa að fara þangað og láta minningarnar blossa. En ég er sterk og ég GET ÞETTA.
En í dag er ég að klára Sjúkraliðann í FÁ og stúdentinn og ég er að brillera í lífinu, enda gæti ég þetta aldrei nema með stuðning mannsins míns. Ég á fullkomið líf, fullkominn mann, og fullkomið barn og dásamlegar vinkonur, ég gæti ekki verið sáttari með mitt líf eins og er, það er fullkomið!