Óttinn er rót alls ills!

Hefur þú pælt í því hver rótin af öllu illu er? Tilfinningin sem orsakar alla slæma hegðun mannsins? Ég er nokkuð viss um að það sé óttinn og eru margir sem geta sammælst um það – enda hafa margar rannsóknir á því verið gerðar!

Óttinn ógnar okkur og fjötrar okkur.. stundum beinlínis lamar hann okkur! Margir þora t.d. ekki að elska eða treysta öðrum í ótta við að særast og því ganga ástarsambönd þeirra oft á tíðum ekki upp. Ótti við höfnun, athlægi eða það að einhverjum muni ekki líka við mann, heldur aftur á okkur og kemur í veg fyrir að við stofnum til nýrra vinasambanda. Rosalega margir óttast það að gera mistök eða að falla og elta því ekki drauma sína!

Öll heimsins stríð verða til af sökum ótta! T.d. ótti konungs um að ef hann hafi ekki nógu mikið vald að þá verði honum steypt af stóli, ótti við að eiga ekki nógu mikið land til þess að fæða þegna sína, ótti við að “óvinurinn” láti til skarar skríða á undan.

Vald yfir öðrum er einmitt EKKI styrkur, heldur veikleiki í dulargervi – hvort sem það á við dæmið hér að ofan eða einfaldlega ástar- og vinasambönd, nú eða bara samband foreldris við barn sitt. Það er veikleiki vegna þess að manneskja sem þarf að hafa vald yfir öðrum hefur þessa þörf einungis vegna þess að hún treystir sér ekki til þess að takast á við aðstæður sem gætu mögulega komið upp ef hún stjórnar ekki.

Manneskja sem vill hafa vald yfir maka sínum, treystir sér ekki til þess að takast á við sjálfstæði makans, því mögulega gæti hann viljað eitthvað annað, sagt eitthvað sem hún er ekki með mótsvar við, gert eitthvað sem henni þykir asnalegt eða gæti orðið henni til skammar og fleira í þessum dúr. Þessi ótti við að hafa ekki alltaf yfirhöndina er vegna skorts á sjálfstrausti – en hver sem er getur gert sér það upp með slíku valdi. Sumir búa sér hinsvegar til þykka skel eða setja upp andlit, sem margir rugla gjarnan saman við “tussu” eða einstakling sem þeir halda að borgi sig ekki að abbast upp á, einnig vegna lélegs sjálfstraust – en svo er þessi einstaklingur oftast nær hinn ljúfasti loksins þegar hann gefur sig á tal við einhvern!

Nauðganir? Þeir sem beita kynferðislegu ofbeldi eru eflaust logandi hræddir við höfnun og fleira sem kallar fram slæmar tilfinningar og vilja því fá sínu framgengt með valdi! Margir þeirra sem fremja þennan hræðilega verknað voru nauðgað sjálfum í æsku og vilja mögulega losna undan þeirri hræðslutilfinningu að vera fórnalamb sjálfir. Það eru eflaust fjölmargar óréttlætanlegar ástæður fyrir þessu illvirki en ég get næstum fullyrt að hverjar sem þær eru – þá kemur ótti þar við sögu!

Græðgi orsakast vegna ótta við að eiga ekki nóg eða vera ekki nóg. Ótti sem kom mögulega fyrst upp á yfirborðið í fortíð einstaklings en hefur verið grafinn með óhóflega miklum peningum, eignum, mat, vinasamböndum, “einnar nætur gamönum” (eða hvernig sem það er skrifað í fleirtölu haha) – hverju sem er! Og þarna, sem og í öllum hinum dæmunum, spilar lítið sjálfstraust alltaf stóran leik!

Börn, unglingar OG fullorðnir sem leggja í einelti líður öllum rosalega illa sjálfum og/eða eru með brotna sjálfsmynd. Þau óttast að ef þau bendi ekki á galla annars fólks eða beiti ekki aðra ofbeldi að þá verði níðst á þeim sjálfum og margir reyna því að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra.

EN.. fyrst umræðan í netheiminum hefur mikið snúist um neikvæðar athugasemdir sem fólk leyfir sér að skrifa opinberlega í þeim tilgangi að rakka annað fólk niður, þá er kannski vert að taka það svolítið fyrir. Hver sá sem skrifar slíkar niðrandi athugasemdir og meiðyrði í garð einhvers annars er ekki að lýsa yfir neinu nema eigin óöryggi! Það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir en það er aldrei í lagi að taka þátt í eða standa fyrir persónuárásum!

Ef þú ert ekki sömu skoðunnar eða þykir eitthvað asnalegt sem annar einstaklingur gerir, þá er það í góðu lagi.. en þú yrðir aldrei knúinn til þess að skrifa eitthvað neikvætt nema til þess að benda á einhvern annan líkt og manneskjan sem leggur í einelti í ótta við að vera dæmd sjálf á einhvern hátt og reynir að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra.

Ég veit að margir eru ekki reiðubúnir til þess að viðurkenna þetta, en þú getur rétt ímyndað þér að ef einhver er FULLKOMLEGA ánægður í eigin skinni, með óbilandi sjálfstraust og óttast höfnun ekki vitund eða það að einhver dæmi sig.. þá hefði hún enga löngun til þess að tala illt um aðra eða gjörðir og skoðanir þeirra!

Ég ætla nú ekki að fara alltof djúpt í þetta, heldur langaði mig bara til þess að koma þessari umræðu af stað. Endilega hugsiði aðeins út í þetta 🙂 Það EINA sem getur hrakið þennan ótta á brott, í hvaða mynd sem hann er, er óbilandi ÁST og TRAUST til sjálfs síns! 😀 😀

Like-síðan mín sem inniheldur allskyns pælingar, jákvæðni, hvatningu og svo auðvitað listina mína: www.facebook.com/SvanhildurSteinarrs

SHARE