Anna Marín er með óvenjulegt áhugamál fyrir stúlku á hennar aldri. Hún elskar að baka! Hún bakar við hvert tækifæri og gleður fólkið í kringum sig. Hún er 10 ára og gengur í Kársnesskóla í Kópavogi.
„Ég hef alltaf haft mjög gaman af bakstri en byrjaði um 9 ára að baka ein og óstudd,“ segir Anna Marín. „Mér finnst svo gaman að fá hugmyndir að einhverjum kökum og búa þær svo til. Ég teikna oft kökurnar fyrst áður en ég baka. Mér finnst líka alltaf gaman að prófa baka eitthvað nýtt.“
Regnbogakaka sem Anna Marín gerði fyrir frænku sína sem var að koma frá útlöndum
Anna Marín segir að henni finnist einfaldlega ofsalega gaman að því að baka og að skreyta kökurnar svo kannski ætli hún að verða bakari eða kökuskreytingakona þegar hún verður stór. Það verður gaman að fylgjast með þessari hæfileikaríku stúlku í framtíðinni.
Afmæliskaka fyrir mömmu sína, en kakan ber nafnið „Vegur lífsins“
10 ára afmæli Önnu Marínar
Hér er Anna Marín að taka upp bökunarmyndband
Hér eru svo fleiri myndir af kökunum þessarar flottu stúlku:
Anna Marín er með sína eigin síðu með myndum af kökunum sínum
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.