Það eru sumar konur sem tala um það að þeim finnist gaman að plokka hárin af mönnunum sínum. Ótrúlegt en satt þá eru margir karlmenn sem fá hjálp konu sinnar við snyrtingu á líkamshárum.
Samkvæmt nýlegri könnun sem yfir 2,000 menn frá Bretlandi tóku þátt í láta 53% karlmanna maka sinn hjálpa sér við snyrtingu líkamshára.
49% karlmanna fengu hjálp frá maka sínum við að fjarlægja nefhár, 38% karlmanna eiga maka sem fjarlægir hár úr eyrum þeirra og 23% karlmanna eiga maka sem hjálpar þeim að skrapa dauðar húðfrumur af fótum þeirra (Í alvöru?)
Ef þér finnst það furðulegt eða jafnvel ógeðslegt þá skaltu ekki örvænta vegna þess að 11% þeirra sem tóku þátt áttu kærustu sem hjálpaði þeim að snyrta hárin á kynfærunum.
Myndir þú hjálpa manninum þínum að snyrta þessi svæði?