Þessi pítsa er ótrúlega bragðgóð og frábær á laugardagskvöldi!
Fyrir 6
Efni:
Glútenfrír pizzabotn
- 250gr. glútenfrítt mjöl
- 1-1/2 bolli volgt vatn
- 2 msk. olivuolia
- 2 egg
- 1 bréf þurrger
Álegg
- 1 bolli rifinn ostur
- 4 stor blöð af Iceberg eða kínakáli, skorið í fínar ræmur
- 2 stórir tómatar skornir í litla bita
- 1/2 litill, rauðlaukur skorinn í bita.
- 1/4 bolli ranch saladsósa
- Ferskt krydd, t.d. parsley eða oregano
Aðferð:
- Hitið ofninn I 220◦C. Látið mjölið, ger, egg, olíu og vatnið í stóra skál. Hnoðið deigið og látið það svo bíða og hefast. Fletjið deigið út og bakið þar til það er ljósbrúnt.
- Takid botninn úr ofninum og stráið rifna ostinum á hann, raðið grænmetinu á botninn og hellið svo saladsósunni yfir.
- Skreytið med fersku kryddi og berið fram!
Njótið vel!