Margir hrúga í sig vítamínum á hverjum degi. Það er alveg hægt að fá ýmis vítamín úr góðri fæðu. Hér eru nokkrar fæðutegundir sem gott er að borða amk einu sinni í viku.
1. Jógúrt
Þó að það sé ekki nema einn bolli af jógúrt sem þú færð á dag ertu búin að fá megnið af kalsíum sem þú þarft þann daginn, ásamt fosfór, kalíum, zinki, B vítamíni og B 12 vítamíni. Grískt jógúrt er mjög hollt og það er frábært í millimál eða eftirrétt.
2. Hörfræ
Í hörfæum eru omega 3 fitusýrur sem eru bráðnauðsynlegar líkamanum og yfirleitt er ekki nóg af þeim í fæði fólks (nema það borði feitan fisk, laz, lúðu eða lýsi.) Það getur verið sniðugt að setja hörfræ út á morgunkornið, út í hafragrautinn, jógúrtið, salatið eða samlokuna.
3 Graskersfræ
Það eru heilmiklar trefjar í graskersfræjum ásamt vítamínum, steinefnum og andoxunarefni.
4 Ber
Öll ber eru trefjarík. Það er frábært að setja ber út á morgunkornið eða borða þau með mat.
5 Egg
Í eggjum er mög hollt prótein sem. Í eggjarauðunni eru efni sem eru einkar góð fyrir augun.
6 Baunir
Þú getur fengið góðan skammt af járni úr baunum. Það er einmitt efnið sem flytur súrefnið frá lungunum til frumanna í líkama þínum.
8 Hnetur
Í hnetum eru hollar og heilnæmar olíur (holl fita)
9 Appelsínur
Í einni stórri appelsínu er allt það C vítamín sem þú þarft að fá yfir daginn. Þær eru líka svo æðislega góðar!
10 Sætar kartöflur
Í sætum kartöflum er karotin sem líkaminn breytir í A vítamín sem er beinum og augum alveg nauðsynlegt. Sætar kartöflur eru meinhollar og úr þeim færðu flókin kolvetni.
11 Brokkoli
Í þessu stórgóða grænmeti eru C,A,K vítamín, fólinsýra og trefjar. K vítamín er sérlega gott fyrir beinin.
12 Spínat
Í spínati eru ýmis nauðsynleg næringarefni svo sem a,c og k vítamín ásamt trefjum, kalsíum, kalíum, magnesíum og E vítamíni. E vítamín er til dæmis gott fyrir húðina.
Ef maður borðar holla og góða fæðu ætti maður að fá öll næringarefnin sem maður þarf!
Heimild: Better recipies