Starfsmaður á pizzastað næst á myndavél – Fróar sér í eldhúsinu

Þessi mynd birtist af manni sem var samkvæmt Huffington Post, starfsmaður á Jersey Joes Pizzeria í New York. Myndin birtist á 4Chan, sem er vefur þar sem fólk getur í krafti nafnleyndar deilt efni og spjallað.  Þetta byrjaði allt þegar notendur 4Chan deildu hlekkjum á allskyns eftirlitsmyndavélar hjá ónefndum fyrirtækjum, það var þá sem nokkrir notendur sögðust hafa séð mann fróa sér inn á pizzastað. Þeir tóku skjámynd af atburðinum sem gerði allt brjálað. Myndin hefur nú ratað á helstu fréttamiðla og valdið miklu fjaðrafoki. Á myndinni sést maður í hvítum bol og stuttbuxum sem situr við skrifborð með pepperoni í höndunum, bak við hann er eldhús staðarins.

Eigandi staðarins segir að það sé ekki hann sem birtist á myndinni og enginn sem vinnur hjá honum, hann segist hafa rekið tvo starfsmenn nýlega og þetta gæti verið annar þeirra. Grínistar hafa gert sér mat úr þessu öllu saman og látið ummæli sem þessi falla: “Fimm stjörnur fyrir AFSLAPPAÐA manninn sem aðstoðaði mig.” Svo hefur einnig verið rætt um að osturinn hafi verið eitthvað skrítinn á bragðið.

 

SHARE