Þessi stúlka strauk frá foreldrum sínum í Yemen. Hún tjáir sig hér um giftingar barna en í heimalandi hennar er það til í dæminu að stúlkur sem eru enn börn séu látnar giftast mun eldri mönnum. Margar lifa ekki brúðkaupsnóttina af og hér er ein saga um barn sem var seld gömlum manni, hann veitti henni svo slæma áverka á brúðkaupsnóttinni að hún lést.
Þessi unga stúlka er hugrökk að koma fram og hún segir meðal annars “Hvað um æskuna? Hafa þau enga samúð? Ég myndi ekki eiga neitt líf, ekki fá neina menntun og hefði lítil réttindi. Ég vil frekar deyja, það væri betra.” En foreldrar hennir vildu selja hana eldri manni. Hún segir einnig að margar stúlkur fremji sjálfsmorð vegna þessa örlaga.
“Myndi það gleðja ykkur að neyða mig til að giftast eldri manni? Gjörið þið svo vel. Frekar dey ég!”
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”-J7_TKgw1To”]