Ótrúlega fallegt indverskt brúðkaup – Myndir

Ljósmyndarinn Steph Grant tók þessar fallegu myndir. Hún sérhæfir sig í brúðkaupsmyndum og segir að þetta brúðkaup hafi verið einstaklega fallegt.

Hún segir á heimasíðu sinni: “Ég hef myndað indversk brúðkaup áður og homma og lesbíu brúðkaup, en ég hef aldrei haft þann heiður að mynda lesbískt, indverskt brúðkaup.”

Shannon og Seema giftu sig í Los Angeles. Ljósmyndarinn segir: “Fullt hús af fjölskyldu, vinum og hlátri tók við mér þegar ég kom til þeirra. Þetta var frábær dagur, falleg indversk menning, glæsilegar brúðir og stíllinn rokkaði!”

Myndirnar segja allt sem segja þarf en augljóst er að þarna er mikil ást og hamingja til staðar. Brúðkaup eru yndisleg og sérstaklega þegar hamingjan er svo augljóslega til staðar!

SHARE