Katrín hertogaynja og Vilhjálmur prins yfirgáfu St.Mary´s sjúkrahúsið fyrr í dag með son sinn í örmunum. Heimurinn hefur beðið fullur eftirvæntingar og nú loksins fáum við að sjá mynd af fjölskyldunni.
Vilhjálmur hafði þetta að segja um drenginn:
“Hann er með sterk lungu sá litli, það er víst. Hann er stór strákur og frekar þungur. Við erum enn að vinna í því að ákveða nafn. Hann lítur út eins og hún, sem betur fer. Hann er með mun meira hár en ég, þakka guði fyrir það!”
Katrín sagði um fæðingu sonar síns:
“Þetta var mjög tilfinningarík stund. Þetta er svo einstakur tími.”