Manninn minn
sem segir að í kvöldmatinn verði pylsur
vegna þess að hann er heima hjá mér
en ekki úti með einhverjum öðrum.
Konuna mína
sem liggur eins og haugur í sófanum
vegna þess að hún er heima hjá mér
en ekki úti með einhverjum öðrum.
Táninginn minn
sem kvartar yfir að þurfa að vaska upp
vegna þess að þýðir að hann er heima
en ekki að væflast á götunni
Skattana sem ég borga
vegna þess að það þýðir
að ég hef vinnu.
Draslið sem þarf að þrífa eftir partý
vegna þess að það þýðir að
ég hef verið umvafinn vinum.
Fötin sem eru aðeins of þröng
vegna þess að það þýðir
að ég hef nóg að borða
Skuggann sem fylgir mér að meðan ég vinn
vegna þess að það þýðir að
ég er úti í sólskininu
Gras sem þarf að slá
glugga sem þarf að þrífa
pípulagnir sem þarf að laga
því það þýðir að ég á heimili.
Allt kvartið og kveinið
sem ég heyri um stjórnvöld
því það þýðir að
það ríkir málfrelsi
Bílastæðið sem
ég finn efst í horninu á bílastæðahúsinu
vegna þess að það þýðir að ég get gengið
og hlýt þá blessun að eiga bíl
Gríðarháan rafmangs-og hitareikning
vegna þess að það þýðir
að mér er hlýtt.
Konuna fyrir aftan mig í kirkjunni
sem syngur falkst
vegna þess að það þýðir
að ég heyri
Hauginn af óhreinum þvotti
vegna þess að það þýðir
að ég á föt til þess að fara í
Þreytta og uppgefna vöðva
í lok dagsins
því það þýðir að ég hef
unnið mikið og vel
Vekjaraklukkuna sem hringir
eldsnemma á morgnanna
vegna þess að það þýðir
AÐ ÉG ER Á LÍFI
Reynum að hugsa jákvætt.