Þórunn Antonía Magnúsdóttir ætlar sér að halda tónleika til styrktar Kvennaathvarfssins þann 28. júlí.
Máttum til með að deila því til ykkur lesendur góðir og vonandi mæta sem flestir.
Boðið og nánari upplýsingar má finna hér.
Þórunn skrifar á Facebook síðuna sem boðið er inná:
Kæru vinir og vandamenn.
Ég verð 30. ára þann 28. júlí og það sem hefur glatt mig mest í lífinu hefur verið tónlist og að gefa og gleðja fólk, þannig það lág í augum uppi að halda styrktartónleika fyrir afmælið mitt og mig langar að þú komir og njótir og gefir og gleðjist með mér.
Samtök Um Kvennaathvarf eru samtök sem mér er annt um því það ætti enginn að búa við ofbeldi og nauðsynlegt að það sé til skjól fyrir konur og börn sem búa við slíkar aðsæður, þess vegna fer ágróðinn af þessum tónleikum til Kvennaathvarfsinns.
Þetta fallega tónlistarfólk kemur og spilar og við lofum frábærri stemmingu.
Magnús og Jóhann.
Bubbi Morthens.
Valdimar Guðmundsson
Högni Egilsson og Sigríður Thorlacious ( Hjaltalín )
Myrra Rós
Þórunn Antonía & Bjarni M sigurðarsson
Ylja
Snorri Helgasson.
Mr. Silla.
Stjórnin
Miðaverð er 1500 krónur en fólki er frjálst að gefa meira ef það hefur tök á.
Ef þú kemst ekki en vilt hjálpa mér að styrkja Kvennaathvarfið er þetta söfnunar reikningurinn
Banki 101 26 43227
kt 4107 82 0229.
Með ástarkveðju og einlægri von um að sjá þig í salnum.
Þórunn Antonía