Kom heim með fulla tösku af sérsaumuðum plastfatnaði – Tobba Marinós í Yfirheyrslunni

Þorbjörg Alda eða Tobba Marínós eins og hún er oft kölluð vinnur þessa dagana að ritun ævisögu sinnar. Við fengum hana til að svara nokkrum skemmtilegum spurningum í Yfirheyrslunni

Fullt nafn: Þorbjörg Alda Birkis Marinósdóttir

Aldur: 28

Hjúskaparstaða: í sambúð með Karli Sigurðssyni

Atvinna: markaðsstjóri Skjásins

Hver var fyrsta atvinna þín?

Bera út Dv fyrir bróður minn sem snuðaði mig. Hann borgaði mér bara brot af því sem hann fékk borgað og vildi meina að hann væri umboðsmaður minn. Ég var mjög ósátt við það enda fékk ég vöðvabólgu af útburðinum og var með hlutfallslega stutta útlimi og þessi útburður var ekkert grín fyrir lítinn nagg eins og mig!

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum?

Ég bjó í Brasilíu sem unglingur og kom heim með fulla tösku af sérsaumuðum plastfatnaði. Ég var eiginlega skelfileg. Þybbin og alltaf í skærum fatnaði með glimmer – en ég var alltaf hress!

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?

Nei það væri fangelsi að lifa slíku lífi held ég.

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?

Já og grenjaði í bílnum.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá?

Ég hef gert það á stefnumóti. Maður verður að vita hvort þetta snyrtir sig og hefur eitthvað plan um að ilma vel í næstu framtíð!

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?

Það kemur út bók eftir áramót sem er einskonar listi yfir vandræðaleg samfelld móment sem mynda líf mitt.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast?

Dv og Mbl.is

Seinasta sms sem þú fékkst?

Til hamingju með manninn þinn J

Hundur eða köttur?

Hundur

Ertu ástfangin?

Ég er svo heppin að vera ástfangin upp fyrir haus og upplifa það að elska einhvern meira með hverjum deginum. Hvar endar þetta?

Hefurðu brotið lög?

Já ég var ný komin með bílpróf og fór yfir á rauðu ..ég var svo miður mín að ég bakkaði til baka!

Hefurðu grátið í brúðkaupi?

Hefurðu stolið einhverju? (hverju)

Kúlupoka á Sauðárkróki. Eldri krakkar mönuðu mig í það – ég var mjög hrædd við að kaupfélagstjórinn myndi rassskella mig!

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? (hvers vegna)

Ég hugsa ekki um fortíðina – framtíðin er núna!

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?

Hressa með varalit á Ítalíu að skrifa matreiðslubók!

SHARE