Sólarsvelti bærinn fær sól með speglum

Í bænum Rjukan í Noregi er sólarlaust í 5 mánuði á ári og er það vegna hárra fjalla sem eru allt um kring um bæinn. En næstkomandi vetur verður sko sól í Rjuken, allavega á torginu í miðjum bænum. Það er nefnilega búið að koma fyrir þremur risastórum speglum sem voru fluttir upp á fjall með þyrlum fyrr í þessum mánuði.

Sólarljósið mun endurkastast á milli speglanna og koma niður á torgið sem nú er verið að breyta í stórt skautasvell en sólarljósið mun ekki koma með mikinn hita.

 

SHARE